Algengar spurningar

Hvernig virkar Boðkaup.is?

Boðkaup.is er netsölumarkaður. Söluaðilar skrá sig inn og geta svo skráð inn sínar vörur í einn af þeim þremur flokkum sem eru í boði. Ef þú skráir inn vöru í "Boðkaup" flokkinn sem er uppboðsflokkur og tíminn rennur úr án þess að tilboð komi í vöruna færist hún sjálfkrafa yfir í "Góðkaup" flokkinn og skráist á því lágmarksverði sem þú valdir fyrir uppboðið. Varan þín lifir því á vefnum þar til hún annaðhvort selst eða að þú fjarlægir hana. Einnig getur þú skráð vöru beint í "Góðkaup" flokkinn sem er hefðbundinn söluflokkur.

Hefðbundnir notendur skrá sig inn og geta eftir það tekið þátt í uppboðum og keypt vörur eftir að hafa staðfest sinn aðgang.

 

Er ábyrgð á vörum sem Boðkaup selur?

Boðkaup hefur milligöngu um viðskipti milli kaupanda og seljanda á vörum og þjónustu á vefsíðu Boðkaup.is. Boðkaup ber ekki ábyrgð á að vara eða þjónusta sé í samræmi við lýsingu seljanda. Kaupendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um ábyrgð hjá söluaðila áður en viðskipti eiga sér stað.

 

Get ég skilað vörum eða fengið endurgreitt það sem ég kaupi á Boðkaup?

Ef kaupandi sem fengið hefur sölukvittun fær ekki afgreidda vöru eða þjónustu vegna vanefnda seljanda á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Boðkaup. Sæki kaupandi ekki vöru eða þjónustu áður en frestur til framvísunar sölukvittunar rennur út hefur hann afsalað sér rétti til endurgreiðslu. Ef sölukvittun ber með sér hærra verð en auglýsing á vefsíðu ber Boðkaup að endurgreiða kaupanda mismuninn.

Boðkaup býður kaupendum upp á verðvernd. Ef beiðni berst innan 14 daga frá kaupum og kaupandi hefur ekki leyst út vöru eða þjónustu samkvæmt sölukvittun mun Boðkaup endurgreiða kaupendum eftir sömu greiðsluleið og kaupandi notaði þegar vara eða þjónusta var keypt.

Kaupandi sem fengið hefur sölukvittun á rétt til endurgreiðslu ef Boðkaup telur seljanda ekki færan um að afhenda vöru eða þjónustu.

 

Hvernig fæ ég vöruna?

Vöruafhending fer eftir flokkum. Þegar versluð er vara eða þjónusta í gegnum Boðkaup.is tekur Boðkaup á móti greiðslunni sem ekki er greidd seljanda fyrr en borist hefur staðfesting á að vara/þjónusta hafi verið afhent.

 

Eru persónuupplýsingar mínar öruggar hjá Boðkaup?

Allt um þínar persónuupplýsingar finnur þú hér: Persónuverndarstefna - Boðkaup.is

 

Gallaðar eða skemmdar vörur - hvernig bregst ég við?

Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að leysa málið, hratt og örugglega.

 

Greiðsluleiðir

Boðkaup gerir þér auðvelt fyrir að greiða og skipta greiðslum. 

  • Einfalt að greiða með debit eða kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.
  • Netgíró kortalaus viðskipti þar sem einfalt er að skipta upp greiðslum eftir kaup.
  • Síminn pay viðskipti þar sem einfalt er að greiða og skipta upp greiðslum eftir kaup.

 

Sem söluaðili get ég samið um þóknun?

Já, hafðu samband við okkur ef þú ert með vöru í dýrari kantinum og vilt semja um þóknun.

 

Ég er með spurningu sem er ekki á listanum!

Fannstu ekki svar við þinni spurningu? Sendu okkur tölvupóst á bodkaup@bodkaup.is eða hringdu í 537 0300 og við gerum okkar besta til að hjálpa þér.